Heflar eru frábær verkfæri, með nýbrýnda tönn er unun að vinna með þeim, að finna hvernig viðurinn spænist upp við lítið sem ekkert átak. Að sama skapi er hörmulegt að nota hefil sem bítur lítið sem ekkert. Ýmsar gerðir hafa verið til af heflum. Heflum smíðuðum úr tré og stáli, jafnvel úr kopar. Allt frá því að nota báðar hendur til verksins í það að hafa hefilinn í lófanum. Fræsarinn hefur tekið við af heflunum að mestu leiti, hvort sem er borðfræsari eða handfræsari. Hér er hægt að sjá nokkrar gerðir hefla gamla og nýja sem notaðir hafa verið í gegnum tíðina.
Vefur í smíðum |
Krækjur
Heflar
Sagir
Aðrar myndir
|